- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nemendur Heiðarskóla í 1. bekk og Eiturslönguhópur, elsti árgangur barna í Skýjaborg, fóru í sameiginlega vettvangsferð í Álfholtsskóg í gær. Ferðin var í alla staði vel heppnuð og margt að skoða og gera í náttúrunni. Börnin fengu heitan súkkulaðidrykk og eitthvað að maula með. Mesta lukku vakti víst stærðar pollur eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni.