Skólasetning

Það var sannkölluð gæðastund sem nemendur, starfsmenn, foreldrar og aðrir gestir áttu saman á skólasetningu Heiðarskóla í gær. Athöfnin fór að hluta til fram utandyra í blíðskaparveðri. Systkinin Hrönn Eyjólfsdóttir, nemandi í 10. bekk og Heiðmar Eyjólfsson, fyrrverandi nemandi Heiðarskóla, fluttu tvö lög. Guðrún Brynjólfsdóttir og Unndís Ida Ingvarsdóttir lásu upp ljóð, nemendur hittu umsjónarkennara og fengu afhentar stundatöflur. Guðrún Dadda Ásmundardóttir, formaður Foreldrafélags leik- og grunnskóla Hvalfjarðarsveitar, sagði frá störfum félagsins og hvatti foreldra til að taka þátt í starfseminni. Að lokum var boðið upp á kaffi og með því. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá athöfninni.