- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Eins og áður hefur komið fram verður Heiðarskóli settur á morgun, föstudag, klukkan 16:00. Eftir stutta samveru í sal skólans fara nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur námshópanna. Eftir athöfn verður boðið upp á kaffiveitingar.
Allir hjartanlega velkomnir!
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 24. ágúst. Á fyrstu dögum skólaársins gera námshóparnir m.a. bekkjarsáttmála og farið verður í hinar árlegu haustferðir. Yngsta stig fer á Þórisstaði, miðstig gengur á Akrafjall og unglingastigið fer í hjólaferð.