Skólasetning Heiðarskóla

Heiðarskóli var settur utandyra í blíðskaparveðri mánudaginn 24. ágúst. Sólasetningin var með breyttu sniði eins og svo margt annað þessa dagana. Takmarka þurfti fjölda í hópum og því var skólasetningin þrískipt. 

Skólastjóri bauð nemendur og forráðamenn velkomna. Í máli skólastjóra kom m.a. fram að 83 nemendur eru skráðir í skólann og starfsmenn eru 21 í ýmsum stöðuhlutföllum. Teymiskennsla verður áfram viðhöfð þar sem starfsmannahópur fylgir hverjum og einum námshópi. Á yngsta stigi er 31 nemandi, á miðstigi 27 nemendur og á unglingastigi eru 25 nemendur. Skólastjóra var einnig tíðrætt um tilraunaverkefni sem keyrt verður í vetur. Breytingar hafa verið gerðar á viðverutíma barna í skólanum og stefnt er að samfellu og flæði í námi barna þar sem áhersla er lögð á útinám og verkefnavinnu í afslöppuðu tímaskipulagi þar sem ekki heyrist í skólabjöllu - hún fær hvíld meðan á tilraunaverkefninu stendur.   

Að lokum var boðið upp á kaffi og meðlæti.