Skólasetning Heiðarskóla

Heiðarskóli var settur mánudaginn 23. ágúst í 56. sinn. Vegna farsóttarinnar var athöfnin tvískipt. Nemendur í 1. - 5. bekk mættu kl. 16:00 og nemendur í 6. - 10. bekk mættu kl. 17:00. Stutt athöfn var í sal skólans, að henni lokinni var tekin mynd af námshópum sem fóru síðan með umsjónarkennurum í heimastofur.