- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Heiðarskóli var settur í 59. sinn miðvikudaginn 21. ágúst. Nemendur mættu ásamt forráðamönnum á stutta athöfn í sal skólans þar sem m.a. fór fram myndataka af námshópum. Eftir athöfn fóru nemendur með umsjónarkennurum í heimastofur og fengu afhentar stundatöflur vetrarins. Að lokum var boðið upp á kaffi og með því. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á unglingastigi ásamt starfsfólki unglingastigs. Kennsla hófst svo samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 22. ágúst.