Skólaslit Heiðarskóla 2016

Hátíðlegt andrúmsloft var í Heiðarskóla í gær þegar 50. starfsári skólans var slitið. Jón Rúnar skólastjóri hélt ræðu og stýrði dagskránni. Hann kvaddi Stefaníu Mörtu sem hefur verið í afleysingum í vetur hjá okkur. Marteinn Njálsson þakkaði fyrir hönd móður sinnar, Fríðu Þorsteinsdóttur, fyrir góðar og skemmtilegar samverustundir sundhópsins á fimmtudögum í vetur við skólasamfélagið og þá sérstaklega matráðum skólans þeim Siggu K og Kötu. Sigríður Elín, nemandi í 10. bekk, sagði nokkur orð um árin í Heiðarskóla. Viðurkenningar voru veittar fyrir þátttöku í hreystiliði skólans og umhverfisnefndinni. Stigahæstu nemendur, bekkur, íþróttamaður Heiðarskóla og sigurvegari í Töltkeppni skólans fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur á íþróttdeginum. Börnin í 1. - 4. bekk sungu nokkur lög en hápunktur dagsins var útskrift 10. bekkinga. Að þessu sinni útskrifðust 6 nemendur; Einar Þór Guðbjartsson, Klara Líf Gunnarsdóttir, Ólafur Þór Pétursson, Renars Mezgalis, Sigríður Elín Sigurðardóttir og Sigurjón Hrafn Sigurðarson. Við færum þessum nemendum heilla- og hamingjuóskir, þeirra verður sárt saknað. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá útskriftardeginum.