- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Fjölmennt var á skólaslitum Heiðarskóla sem haldin voru við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 2. júní. Tónlistaratriði, viðurkenningar og ræður settu svip sinn á útskriftina. Átta nemendur útskrifuðust úr 10. bekk og segja nú skilið við Heiðarskóla. Starfsfólk Heiðarskóla óskar útskriftarnemum til hamingju með áfangann og gæfu og góðs gengis í framtíðinni. Nemendum í öðrum bekkjum var afhentur vitnisburður vetrarins. Allir nemendur skólans fengu birkiplöntu í tilefni dagsins. Inn á myndaalbúm eru komnar myndir frá skólaslitum.