Skólatónleikar Tónlistarskólans á Akranesi

Tónlistarskólinn á Akranesi hélt skólatónleika í Heiðarskóla í dag. Heiðarskólanemendur í tónlistarnámi spiluðu og efnisvalið var fjölbreytt og skemmtilegt. Í lok tónleikanna sungu tónleikagestir og nemendur Tónlistarskólans spiluðu undir. Við þökkum Tónlistarskólanum á Akranesi kærlega fyrir skemmtilega samverustund í skólanum okkar. Í myndaalbúm eru komnar myndir.