Skólstarfið í upphafi árs

Skólastarfið fer vel af stað á nýju ár. Eitthvað er um veikindi þessa dagana og töluvert margir nemendur í leyfi í upphafi árs. Í dag eru t.d. mættir 79 af 92 nemendum skólans. Á yngsta stigi erum við að hefja námslotu sem tengist íþróttum. Í tengslum við námslotuna leggjum við áherslu á útivist og hreyfingu í frímínútum. Krakkarnir eru að standa sig vel í þessu átaki og margir finna hversu gott og hressandi er að fara út og hreyfa sig. Á miðstigi var haldið ólsen ólsen mót í gær og vakti það mikla lukku. Þar eru krakkarnir að fá nýjar áætlanir og eru að komast í fullan gang í náminu. Miðstigið hefur í allan vetur verið í útinámi á miðvikudögum og það verður áframhald á því. Unglingastigið er að hefja nýja námslotu og ekki annað að sjá en allir séu komnir á fullt í náminu.