- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var líf og fjör í 3. bekk í dag þegar slökkviliðsmenn mættu í heimsókn eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Slökkviliðsmennirnir fræddu börnin um eldvarnir og sýndu þeim slökkviliðsbúning. Þessi fræðsla er árlegur viðburður í forvarnarvinnu Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar og vekur alltaf jafn miklinn áhuga ásamt því að vera mjög gagnleg því börnin taka vel eftir og fara síðan heim með fræðsluefni og ræða málin við foreldra.