Slysavarnarfélagið Líf færir nemendum í 10. bekk reykskynjara

Í dag fengu nemendur okkar í 10. bekk reykskynjara að gjöf frá Slysavarnarfélaginu Líf ásamt fræðslu um mikilvægi þess að fara varlega með rafmagnstæki og að hafa reykskynjara á heimilum, helst í hverju herbergi. Við þökkum Slysavarnarfélaginu kærlega fyrir gagnlega gjöf.