Þemaverkefnið "leikir og spil" á miðstigi

Eftir að hefðbundið skólastarf hófst aftur þann 4. maí óskuðu nemendur í 5. - 7. bekk eftir því að fá að spila saman en það höfðu börnin ekki fengið að gera svo vikum skipti. Kennararnir brugðust að sjálfsögðu vel við óskum barnanna og settu upp þemaverkefnið "leikir og spil". Nemendum var skipt í hópa og markmiðið var að hver hópur myndi búa til einn leik eða eitt spil. Verkefnið gekk virkilega vel, hóparnir unnu mjög sjálfstætt og þróuðu spil og leiki, skrifuðu reglur, settu inn í tölvu og prentuðu út leikreglur. Í dag voru prófaðir útleikir sem nemendur höfðu hannað, ekki var annað að sjá en allir hefðu hlaupið mikið, leikið og notið sín.