Starfsnám í skóla

Þessar vikurnar eru nokkrir nemendur skólans í áhugasviðsvali sem kallast starfsnám í skóla. Verkefnin eru fjölbreytt og skemmtileg. Börnin skipuleggja verkefni og fara í þriggja manna hópum og aðstoða við ýmis störf í skólanum, m.a. í sundi, lestrarkennslu, mötuneyti og leikskólanum Skýjaborg. Börnin ætla einnig að skipuleggja útileiki fyrir yngri nemendur skólans. Verkefnið mælist mjög vel fyrir. Á meðfylgjandi mynd má sjá starfsnám í skóla sem fór fram í 1. og 2. bekk.