- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Stóra upplestrarhátíðin var haldin í Heiðarskóla í gær. Nemendur í 7. bekk mættu ásamt gestum og lásu upp fyrirfram æfðan texta eftir ýmis skáld. Óhætt er að segja að allir lesarar hafa tekið miklum framförum í æfingaferlinu og hrein unun var hlýða á upplestur allra nemenda. Dómararnir Þórdís, Dagný og Einar áttu úr vöndu að ráða við að velja tvo fulltrúa og einn til vara úr hópnum til að keppa fyrir hönd Heiðarskóla í Vesturlandshluta keppninnar sem haldin verður í Heiðarskóla 16. mars n.k. Úr varð að þær Ólöf Ívarsdóttir og Díana Ingileif Ottesen keppa fyrir hönd skólans og til vara er Jónas Helgi Magnússon. Á meðfylgjandi mynd má sjá alla nemendur okkar í 7. bekk og við óskum þeim öllum til hamingju með framfarirnar og vandaðan upplestur.