Stóra upplestrarhátíðin 2017

Heimasíðan okkar er nú loksins komin í lag eftir töluvert langa bilun. Þá skellum við inn skemmtilegrir frétt af 7. bekk. Miðvikudaginn 15. mars s.l.fór undankeppni fyrir lokahátíð upplestrarkeppni Vesturlandsskólanna fram hér í Heiðarskóla. Að þessu sinni tóku fjórir nemendur þátt og lásu þrenns konar texta, einn í óbundu máli og tvo í bundnu. Tveir nemendur tóku síðan þátt í lokahátíðinni sem fram fór í Borgarnesi fimmtudaginn 23. mars. Erna og Fanney voru fulltrúar okkar þar. Dómnefnd í undankeppninni var skipuð þeim Örnu, Hrafnhildi og Daníel. Allir stóðu sig vel í lestrinum og voru sjálfum sér til mikils sóma. Til hamingju með frammistöðuna krakkar.