- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Stóra upplestrarhátíðin var haldin í Heiðarskóla í gærkvöldi. Nemendur í 7. bekk mættu ásamt gestum og lásu upp fyrirfram æfða texta. Óhætt er að segja að allir lesarar hafa tekið miklum framförum í æfingaferlinu og hrein unun var á að hlýða. M.a. var lesinn texti eftir Þórberg Þórðarson og sjálfvalin ljóð. Þriggja manna dómnefnd átti úr vöndu að ráða við að velja tvo fulltrúa og einn til vara úr hópnum til að keppa fyrir hönd Heiðarskóla í Vesturlandshluta keppninnar sem haldin verður í Borgarnesi 17. mars n.k. Úr varð að þau Matthildur Svana Stefánsdóttir og Oddur Ottesen eru fulltrúar skólans og til vara er Júlía Sól Svanbergsdóttir. Á meðfylgjandi mynd má sjá hópinn og við óskum þeim öllum til hamingju með framfarirnar og vandaðan upplestur.