- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Stóra upplestrarkeppnin hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu. Nemendur í 7. bekk hafa frá því í nóvember lagt rækt við vandaðan upplestur og góðan framburð. Það hefur verið frábært að fylgjast með miklum framförum hjá nemendum frá því í nóvember og hefur tekist vel til að vekja nemendur til umhugsunar um vandaðan upplestur og góða framsögn. Í gærkvöldi var haldin upplestrarhátíð í Heiðarskóla og tveir nemendur og einn til vara valinn til að verða fulltrúar skólans í Vesturlandshluta keppninnar. Fulltrúar skólans á lokahátíð keppninnar verða þau Mikael Bjarki Ómarsson, Kolbeinn Brynjólfsson og Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir. Lokahátíð Vesturlandskeppninnar fer fram þann 10. apríl n.k. kl. 14:40 í Heiðarskóla. Í myndaalbúm er komnar myndir.