Stóra upplestrarhátíðin í Auðarskóla

Í gær, fimmtudaginn 14. apríl, var lokahátíð Stóru upplestrarkeppni 7. bekkjar haldin í Leifsbúð í Búðardal. Þrír nemendur, Unndís Ida, Guðrún og Helga María, fóru frá Heiðarskóla ásamt Einari kennara en þær Unndís og Guðrún tóku þátt í keppninni ásamt 7 öðrum nemendum úr samstarfsskólunum. Þær gerðu sér lítið fyrir og tóku bæði 1. og 2. sætið og því varð Heiðarskóli stigahæsti skólinn þetta árið. Frábær árangur og við óskum þeim til hamingju með hann. Myndir frá lokahátíðinni eru komnar í myndasafn.