Stóra upplestrarkeppnin

Það var sannkölluð gæðastund í Heiðarskóla í gær þegar nemendur í 7. bekk tóku þátt í undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar. Þriggja manna dómnefnd skipuð þeim Þórdísi Þórisdóttur, Heiðu Arnþórsdóttur og Ingunni Stefánsdóttur hafði úr vöndu að ráða við val á fulltrúum fyrir lokahátíð samstarfsskólanna á Vesturlandi. Börnin stóðu sig öll með stakri prýði og tóku miklum framförum í æfingarferlinu. Fulltrúar Heiðarskóla sem taka þátt í lokahátiðinni  eru þau Lóa Arianna Paredes Casanova og Valgarður Orri Eiríksson og til vara Einar Ásmundur Baldvinsson. Lokahátíðin fer fram n.k. þriðjudag í Dalabúð í Búðardal. Við óskum öllum þátttakendum hjartanlega til hamingju með árangurinn og þökkum fyrir dásamlegan upplestur.