- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag fór skólastarfið fram í Álfholtsskógi á svokölluðum survivordegi. Nemendum skólans var skipt í 8 aldursblandaða hópa. Hver hópur valdi sér nafn; Lóan, Sveppirnir 17, Álfurinn Jónas, Maríubjöllur, Hrafnarnir og Sniglarnir. Krakkarnir reistu skýli í skóginum, hlóðu eldstæði og grilluðu pylsur, útbjuggu listaverk, leiki, leikföng og leikrit en fyrst og fremst nutu þeir þess að vera úti í góða veðrinu með vinum sínum við leik og störf. Í myndaalbúm eru komnar fullt af myndum sem teknar voru í skóginum í dag.