- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Í dag var haldinn árlegur Survivordagur Heiðarskóla. Skólastarfið fór fram í Álfholtsskógi og færum við Skógræktarfélagi Skilmannahrepps kærar þakkir fyrir afnot af Furuhlíð og dásamlega útiveru í Álfholtsskógi. Nemendum var skipt í 7 aldursblandaða hópa og unnu fjölbreytt verkefni á 7 stöðvum í skóginum; listaverk, tónlist, brauðbakstur, útileikir, spurningakeppni, vinabönd og mandala. Eftir stöðvavinnu var boðið upp á hamborgara við Furuhlíð og eftir hádegisverð sýndu hóparnir hönnunarvinnu sem fram fór í síðustu viku. Hóparnir fengu það hlutverk að finna nafn á hópinn sinn, útbúa sprellatriði og búa til flugdreka. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður og veðrið lék við okkur.