Survivordagur í Álfholtsskógi

Í dag fór skólastarfið í Heiðarskóla fram utandyra í Álfholtsskógi á svokölluðum survivordegi. Nemendur í aldursblönduðum hópum tóku þátt í fjölbreyttri stöðvavinnu. Þeir gerðu listaverk úr náttúrulegum efniviði, bjuggu til sinn eigin leik og sýndu samnemendum, lærðu að njóta líðandi stundar, lærðu að þekkja fuglategundir, leystu þrautir, skoðuðu lífríkið og slóu takt með náttúrulegum hljóðgjöfum. Hver og einn hópur hafði áður fengið það verkefni að búa til hlut sem rúllar og óhætt er að segja að frumleikinn og hugmyndaflugið hafi fengið að njóta sín þegar hóparnir létu sinn hlut rúlla, m.a. annars var boðið upp á hnöttótta hluti, heimasmíðaða bíla og lifandi mannveru innpakkaða í bóluplast. Nemendur lögðu sig alla fram við að sína frumkvæði, góða samvinnu, virkni og áhuga í verkefnum dagsins. Veðrið lék við okkur og óhætt að segja að dagurinn hafi tekist vel.