Þemaverkefni á miðstigi - tré

Í gær og í dag voru vorskóladagar í Heiðarskóla og allir bekkir færðust upp um einn og nemendur fengu aðlögun fyrir næsta skólaár í nýjum námshópum. Á miðstigi var unnið þemaverkefni um tré og útinám að sjálfsögðu í hávegum haft eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Nemendur í núverandi 4. - 6. bekk unnu saman í hópum og voru m.a. að giska á aldur trés sem stendur á skólalóðinni.