Þorrablót Heiðarskóla

Þorrablót Heiðarskóla var haldið í dag. Nemendur frá hverju aldursstigi sáu um skemmtiatriði á milli söngatriða. Síðan gæddu nemendur og starfsmenn sér á hefðbundnum þorramat. Það var mál manna að blótið hefði verið skemmtilegt og maturinn góður. Börnin voru mörg hver dugleg að smakka og sumir smökkuðu jafnvel allt sem var í boði.