Þorrablót Heiðarskóla

Það var mikil gleði á Þorrablóti Heiðarskóla sem haldið var í gær. Hvert stig mætti með skemmtiatriði, yngsta stig las upp brandara, miðstig mætti með glænýjan leik sem vakti mikla kátínu og unglingastigið var með hinn sívinsæla stólaleik. Að sjálfsögðu voru sungin nokkur lög; Þorraþrællinn, Krummi svaf í klettagjá, Minni kvenna og Minni karla. Að lokum gæddu nemendur og starfsmenn sér á hefðbundnum Þorramat. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í 3. og 4. bekk með sitt skemmtiatriði.