Þorrablót Heiðarskóla

Í dag var vel heppnað Þorrablót í Heiðarskóla. Skemmtiatriði frá yngsta-, mið- og unglingastigi vöktu mikla lukku meðal nemenda. Máni og Guðjón sáu um að stýra fjöldasöng og allir tóku vel undir. Eftir blótið var boðið upp á hefðbundinn Þorramat sem vakti ýmist mikla lukku eða frekar litla lukku. Vonum þó að allir hafi fundið eitthvað fyrir sinn smekk. Á meðfylgjandi mynd má sjá nokkra nemendur á miðstigi skoða úrvalið af Þorramatnum.