Þorramatur

Í gær var boðið upp á Þorramat í Heiðarskóla. Að þessu sinni gátum við því miður ekki verið með sameiginlega skemmtun fyrir alla nemendur skólans vegna sóttvarnarreglna. Engu að síður reyndum við að gera daginn skemmtilegan inni á stigum. Yngsta stigið bjó t.a.m. til víkingahjálma og trog og börnin mættu með það í Þorramatinn. Það verður að segjast að nemendur voru misduglegir að smakka enda braðgið af sumu frekar framandi fyrir marga.