Töltkeppni Heiðarskóla 2021

Töltkeppni Heiðarskóla er hefð sem okkur þykir ákaflega vænt um. Við viljum færa sérstakar þakkir til allra þátttakenda og foreldra þeirra sem tóku þátt. Fimm knapar tóku þátt í dag en það voru þau Anton Már, Arna Rún, Linda, Rakel Ásta og Bjartey. Þau stóðu sig öll sérlega vel og óskum við þeim innilega til hamingju með flottan árangur. Dómari hafði á orði að keppninni færi stöðugt fram og knapar sífellt að standa sig betur. Dómarar komu sér svo saman um að titilinn töltmeistari Heiðarskóla 2021 hlyti  Rakel Ásta Daðadóttir - óskum henni og öðrum þátttakendum innilega til hamingju með frammistöðuna í dag.