Tónlistarskólinn á Akranesi 60 ára

Heiðarskóli og Tónlistarskólinn á Akranesi hafa í gegnum tíðina verið í samstarfi þar sem nemendum Heiðarskóla gefst tækifæri til að stunda tónlistarnám í Heiðarskóla á vegum Tónlistarskólans á Akranesi. Miðvikudaginn 4. nóvember n.k. eru 60 ár liðin frá stofnun Tónlistarskólans á Akranesi. Af því tilefni verða nemendatónleikar á vegum Tónlistarskólans í Heiðarskóla klukkan 11:10. Nemendur Heiðarskóla í tónlistarnámi við Tónlistarskólann flytja nokkur lög. Gera má ráð fyrir að tónleikarnir standi í 30 - 40 mínútur. Tónleikarnir eru öllum opnir og vonumst við til að sjá sem flesta. Við viljum nýta tækifærið og óska Tónlistarskólanum á Akranesi hjartanlega til hamingju með afmælið.