Tónmenntakennari í Heiðarskóla

Samúel Þorsteinsson, tónmenntakennari, hefur tekið að sér að kenna tónmennt í Heiðarskóla. Samúel kíkir á okkur einu sinni í viku og verður með samsöng á yngsta stigi og samspilshópa á miðstigi út skólaárið. Á meðfylgjandi mynd má sjá yngsta stig í fyrsta tímanum.