- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Nýr umhverfissáttmáli Heiðarskóla hefur nú litið dagsins ljós og sómir sér vel á umhverfisveggnum okkar í skólanum. Á meðfylgjandi mynd má sjá sáttmálann sem unnin var af nemendum skólans. Sáttmálinn segir til um markmið okkar í umhverfismálum. Þessa dagana er skólinn að sækja um grænfánann í 7. sinn. Til að fá að flagga grænfánanum næstu tvö árin þarf skólinn að uppfylla ákveðin skilyrði í umhverfismálum. Það kemur svo í ljós í vor hvort það tekst hjá okkur í þetta sinn.