Umhverfisþema

Þessi vika var þemavika hjá okkur í Heiðarskóla. Umhverfisnefnd skólans valdi að þessu sinni þemað Lífbreytileiki og náttúrvernd með áherslu á hafið. Þemaverkefninu lauk í dag á glæsilegri og metnaðarfullri sýningu. Nemendur gengu á milli og skoðuðu hvað aðrir höfðu verið að læra. Sýningin verður aðgengileg foreldrum á foreldraviðtalsdaginn 17. október n.k. Nemendur lærðu m.a. um kóralrif, fjörulíf, háffiska, plastmengun, kvótakerfi, lífbreytileika, hafið í íslenskum ljóðum og textum, sjúkdóma í sjávarlífverum og þörunga svo fátt eitt sé nefnt. Nemendur stóðu sig einstaklega vel í þemavinnunni og voru bæði virkir og áhugasamir í skemmtilegum hópverkefnum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp á yngsta stigi kynna sitt verkefni.