Umhverfisþema í Heiðarskóla

Þessa vikuna er umhverfisþema í Heiðarskóla. Nemendur á öllum aldri eru að læra um lofslagsbreytingar og neyslu. Í dag voru nemendur í unglingadeild að smíða heimasíðu um umhverfismál þar sem áhersla er á hvað við getum gert til að fara betur með jörðina. Í sundtímum í dag skoðuðu miðstigsnemendur eigin neyslu á heitu vatni, hvað þarf ég mikið af heitu vatni í sturtunni? Í heimastofu skoðuðu miðstigsnemendur eigin neyslu í stærra samhengi. Á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur á yngsta stigi læra um hvernig lífverur og náttúruleg fyrirbæri eru öll háð hvert öðru. Á föstudaginn kl. 11:10 verður sýning á afrakstri þemavinnunnar í skólanum.