- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa dagana eru nemendur okkar í þemanámi um vatn. Hvert og eitt stig er í hópa- og stöðvavinnu og allir að læra um vatn í tenglsum við umhverfismennt. Alls kyns spurningar hafa vaknað eins og t.d. hvaðan kemur vatnið sem við notum í Heiðarskóla, hvert fer vatnið úr sundlauginni, hvert fer vatnið frá skólanum. Einhverjir eru að skoða hringrás vatnsins, vötn og ár í Hvalfjarðarsveit meðan aðrir eru að skoða vatnsskort í heiminum. Á meðfylgjandi mynd má sjá hóp á yngsta stigi í þemanáminu í dag.