Unglingastig í vorferð

Nemendur í 8. - 10. bekk ásamt starfsfólki eru vorferð í Heydal í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. Við fengum fréttir af hópnum sem við birtum hér:

"Hér er allt gott að frétta. Ferðin gekk vel vestur og mættum við á svæðið um klukkan 13 í gær. Eftir að við komum okkur fyrir fórum við í tveimur hollum á sjókayaka, stelpurnar fyrst. Það var mikil upplifun, enda rérum við að skerjum þar sem mikið var af sel og slatti af kópum og veðrið var frábært.  Síðan var bara chill og pulsugrill um kvöldið. Í dag voru það svo hestaferðir. Krakkarnir fengu að sofa til um 10 en klukkan 11 fóru strákarnir á hestbak. Stelpurnar tóku svo við hestunum og fóru af stað á meðan strákarnir skoluðu af sér í sundlauginni. Fararstjórarnir voru hæstánægðir með báða hópana. Sögðu að þau væru frábær hópur, dugleg og sérstaklega tóku þau eftir hvað þau voru styðjandi og hvetjandi við hvert annað. Það þótti okkur vænt um að heyra. Þannig að hér er gleðin við völd, allir sáttir og kátir og sumir búnir að finna nýja styrkleika. 

 Kærar kveðjur,

 Öddi, Berglind, María og börnin"

Hópurinn er svo væntanlegur heim á morgun fyrir heimkeyrslu.