UNICEF hreyfingin

Heiðarskóli safnaði samtals 148.041 krónu í verkefninu "UNICEF -hreyfingin" sem fram fór í maímánuði. Það er frábær árangur! Fyrir þann pening getur UNICEF til dæmis:

·         Keypt 6.137 skammta af bóluefni gegn mænusótt.

·         Keypt námsgögn fyrir 2.274 börn.

·         Keypt 2.445 poka af jarðhnetumauki. Jarðhnetumaukið fá börn sem eru vannærð. Oftast þurfa þau ekki meira en 3 poka á dag í nokkrar vikur til að ná fullum bata.

·         Keypt 5 skóla í kassa. Skóli í kassa er stálkassi með öllum nauðsynlegum námsgögnum sem þarf fyrir eina kennslustofu.

·         Keypt þrjár vatnsdælur sem geta skipt sköpum fyrir samfélög þar sem langt þarf að fara til að sækja vatn. Börn eru oft sett í slík verk og komast því ekki í skóla. Vatnsdælur geta því skipt miklu máli fyrir börn og nám þeirra.

Eins og sjá má er hægt að gera mikið fyrir peninginn sem nemendur skólans söfnuðu í áheitasöfnunni. Margt smátt gerir svo sannarlega eitt stórt.

Við þökkum öllum sem tóku þátt í verkefninu með okkur kærlega fyrir þátttökuna.