Upplestarhátíð Heiðarskóla

Upplestrarhátíð Heiðarskóla var haldin s.l. þriðjudag og óhætt er að segja að hátíðin hafi verið sannkölluð gæðastund þar sem allir nemendur toppuðu sjálfan sig. Nemendur í 7. bekk höfðu æft sig jafnt og þétt frá því í nóvember í áheyrilegum, fallegum og túlkuðum upplestri texta. Að mörgu var að hyggja eins og líkamsstöðu, tónhæð, tjáningu, tengingu við áheyrendur svo eitthvað sé nefnt. Dómnefnd fékk síðan það erfiða hlutverk að velja þrjá fulltrúa til að taka þátt fyrir hönd skólans í Upplestrarhátíð Vesturlands sem haldin verður á Varmalandi þann 19. maí kl. 14:00. 

Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með frábæran upplestur - hrein unun var á að hlýða. Fulltrúar Heiðarskóla 2020 í Vesturlandshluta keppninnar eru Stefanía Ottesen og Hrefna Rún Sigurðardóttir, til vara er Viktoria Korpak. Innilega til hamingju.