Upplestrarhátíð í Heiðarskóla

Í gær, fimmtudaginn 12. mars, var upplestrarhátíð skólans. Þá lásu nemendur 7. bekkjar fyrir áheyrendur og dómnefnd. Skemmst er frá því að segja að nemendur stóðu sig með stakri prýði, sannkölluð gæðastund, allir að sýna framfarir og gera sitt besta í vönduðum upplestri. Dómnefndin, skipuð þeim Einari Sigurðssyni kennara, Jóni Rúnari skólastjóra og Hjördísi Stefánsdóttur formanni Fræðslu- og skólanefndar, valdi fulltrúa skólans í Stóru upplestrarkeppnina sem haldin verður í Laugargerðisskóla þann 19. mars n.k. klukkan 13:00. Þangað mæta einnig fulltrúar úr samstarfsskólunum á Vesturlandi. Fulltrúar Heiðarskóla að þessu sinni verða María Björk Ómarsdóttir,  Ester Elfa Snorradóttir og Gabríel Tandri Bjarkason