Útskrift 10. bekkinga

Í gær voru útskrifaðir úr 10. bekk þau Hafþór Kári Atlason, Ísar Ólafur Ísaksson, Máni Blær Sigurgeirsson, Ólafur Vignir Jónsson, Rakel Sunna Bjarnadóttir og Ylfa Dröfn Pálsdóttir. Stutt athöfn var í sal skólans fyrir útskriftarnema og aðstandendur. Eftir athöfn var boðið upp á hátíðarmat. Við óskum útskriftarnemunum og fjöldkyldum þeirra innilega til hamingju með áfangann og óskum þeim farsældar í framtíðinni.