Útskrift 10. bekkur 2021

Eftir vorhátíðina á föstudaginn mættu nemendur í 10. bekk í sínu fínasta pússi ásamt nánustu aðstandendum á útskriftarathöfn. Á dagskrá voru ræður, þakkir, útskrift, tónlistaratriði og síðast en ekki síst notaleg samverustund. Eftir athöfn var nemendum og fjölskyldum þeirra ásamt starfsfólki skólans boðið upp á hátíðarkvöldverð í skólanum. Kærar þakkir fyrir dásamlega samverustund og innilega til hamingju kæru útskriftarnemar og fjölskyldur. Við erum stolt af ykkur, þökkum samfylgdina og óskum ykkur alls hins besta í framtíðinni. Á meðfylgjandi mynd má sjá útskriftarhópinn.