Varðeldur í morgunsárið

Nemendur og starfsmenn Heiðarskóla áttu saman dásamlega sögustund við varðeld í morgunsárið. Oddur Örn í 6. bekk las frumsamda sögu um Skugga, Jóhanna í 8. bekk las söguna um Einfætta dátann, sagan var samin í átthagaþemanu sem haldið var í haust og er eftir þær Jóhönnu, Jórunni og Brimrúnu í 8. bekk. Kjartan og Brynja Lind voru fulltrúar yngsta stigs og við fengum að heyra sögur eftir þau. Nemendur hlustuðu af athygli á þessar skemmtilegu sögur. Eftir sögustundina var boðið upp á heitt súkkulaði og það átti einstaklega vel við í kuldanum, gott að hlýja sér úti við  varðeld og heitan drykk. Inn á myndasafnið eru komnar myndir.