- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Það var sannkölluð gæðastund í Heiðarskóla í morgun þegar við kveiktum eld á skólalóðinni í fimbulkulda og snjó. Nemendur fengu heitan súkkulaðidrykk, sungu og hlustuðu á tónlist. Verkefnið er eitt af grænfánaverkefnum skólans og það var umhverfisnefnd Heiðarskóla, skipuð einum fulltrúa úr hverjum bekk, sem stóð fyrir þessu verkefni sem var í alla staði vel heppnað. Nemendur og starfsmenn að njóta saman í útiveru.