- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Það var sannkölluð gæðastund hjá nemendum og starfsmönnum Heiðarskóla í morgun þegar kveiktur var varðeldur á skólalóðinni. Boðið var upp á heitan súkkulaðidrykk og tónlist. Útiljósin voru slökkt og himininn skartaði sínu fegursta í stjörnuskininu. Verkefnið er eitt af grænfánaverkefnum skólans og markmiðið er að upplifa náttúruna og njóta líðandi stundar í góðum félagsskap.