Velheppnaður Survivordagur

Í dag fór skólastarfið fram í Álfholtsskógi á svokölluðum Survivordegi. Börnin, í aldursblönduðum hópum, unnu fjölbreytt verkefni í skóginum, þau sýndu sirkusatriði, snæddu hamborgarara og sýndu sitt besta í samvinnu, frumkvæði, áhuga og vandvirkni. Dagurinn var í alla staði vel heppnaður og ekki annað að sjá en nemendur og starfsmenn væru að njóta sín í þessu fallega umhverfi og blíðskaparveðri.