Vitnisburðarafhending og vorhátíð

Í gær komu nemendur í 1. - 9. bekk ásamt forráðamönnum og fengu afhentan vitnisburð vetrarins ásamt birkiplöntu. Eftir afhendingu hófst vorhátíð Foreldrafélagsins og Heiðarskóla með hoppukastala, grilluðum pylsum, vatnsrennibraut, frostpinnum, lifandi tónlist og skemmtilegri samveru. Við þökkum Foreldrafélaginu fyrir samstarfið, öllum sem mættu kærlega fyrir komuna og góða samveru.