- Fréttir
 - Skólastarfið
 - Starfsfólk
 - Heiðarskóli
 - Skýjaborg
 - Foreldrar
 - Menntastefna
 
Á mánudaginn (1. júní) fóru nemendur í 4.-7. bekk í vorferð upp í Borgarfjörð. Fyrst var haldið upp í Reykholt þar sem Bergur Þorgeirsson forstöðumaður Snorrastofu fræddi krakkana um Snorra Sturluson. Þaðan lá leiðin í Borgarnes en þar voru hamborgarar grillaðir í Skallagrímsgarði. Eftir það fóru allir í sundlaugina í Borgarnesi en myndir frá ferðinni eru í myndasafni.