- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Mánudaginn 30. maí fóru nemendur okkar í 1. - 7. bekk í vorferðalög. Börnin í 1. bekk ásamt elsta árgangi Skýjaborgar fóru á Akranes í skógræktina, á Langasand, út að borða á Galito og á bókasafnið. Börnin í 2. - 4. bekk fóru í ullar- og búvélafræðslu á Hvanneyri og síðan í Borgarnes í leik og grill. Nemendur í 5. - 7. bekk fóru í fræðsluferð á Þingvelli, sund, út að borða og í bíó. Gaman að segja frá því að nemendur á miðstigi hafa verið duglegir að safna peningi í svokallaðan bekkjarsjóð sem var nýttur í ferðinni. Unglingarnir áttu rólegan dag í skólanum en tóku að sér að elda hádegismatinn. Í myndaalbúm eru komnar myndir frá heimsókn barnanna á Hvanneyri.