Vorhátíð Foreldrafélagsins og Heiðarskóla

Vorhátíð Foreldrafélagsins og Heiðarskóla var haldin í gær. Nemendur mættu með foreldrum í heimastofur og hittu umsjónarkennara sem afhentu börnunum vitnisburð vetrarins ásamt birkiplöntu. Eftir afhendingu var boðið upp á grillaðar pylsur, frostpinna, vatnsrennibraut, hoppukastala, lifandi tónlist og fígúrublöðrur. Mikið fjör var á skólalóðinni og ekki annað að sjá og heyra en allir fyndu eitthvað við sitt hæfi. Nemendur skólans eru nú komnir í kærkomið sumarleyfi.