- Fréttir
- Skólastarfið
- Starfsfólk
- Heiðarskóli
- Skýjaborg
- Foreldrar
- Menntastefna
Þessa dagana standa yfir skemmtilegar breytingar á skólastarfinu hjá okkur. Nemendur í 10. bekk eru í starfskynningum og eru því fjarri góðu gamni. Elstu börnin í Skýjaborg eru í vorkskólanum og aðrir árgangar eru að æfa sig fyrir næsta vetur og hafa færst upp um einn bekk. Það má því segja að þessir dagar séu góð æfing fyrir næsta skólaár. Ekki er annað að sjá en börnin séu alveg tilbúin í þessar breytingar. Börnin í elsta árgangi Skýjaborgar komu með skólabílunum í Heiðarskóla í morgun og eru að æfa sig að vera í 1. bekk, nemendur í 4. bekk komnir á miðstigið og nemendur í 7. bekk að æfa sig í unglingadeildinni. Í myndaalbúm eru komnar myndir sem voru teknar í skólanum í dag.